Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að uppsögn EES-samningsins - 216 svör fundust
Niðurstöður

Tvíeðli

Samkvæmt svonefndri tvíeðliskenningu er skilið á milli reglna lands- og þjóðaréttar. Í ríkjum sem fylgja þeirri kenningu fá þjóðréttarreglur þar af leiðandi ekki lagaáhrif gagnvart einstaklingum eða lögaðilum, nema þjóðréttarsamningurinn hafi áður verið leiddur sérstaklega í landsrétt á stjórnskipulegan hátt. Eine...

Hvaða merkingu hefur það að biðja um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins?

Hinn 8. október 2013 féllst Hæstiréttur Íslands á að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um það hvort verðtryggð lán til neytenda, sem tíðkast hafa á Íslandi, standist Evrópurétt. Innan EES eru tvær stofnanir sem fara með æðsta úrskurðarvald, það eru Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn fyrir þau ...

Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?

CE-merking er skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Merkið er auðkennismerking sem gefur til kynna að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vöru ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kveða á um. CE-me...

Fullveldi ríkja

(national sovereignty) hefur oft verið ofarlega á baugi í umræðu á vettvangi ESB. Yfirleitt er það talið felast í því að ríki sé sjálfrátt gerða sinna og engin önnur ríki eða öfl geti takmarkað þær eða sett þeim skorður. Málið flækist þó og verður umdeildara þegar ríkið er fullgildur aðili að samtökum eins og ESB ...

Er fiskurinn ekki okkar mest selda vara til útlanda og þá mikið til Evrópu?

Hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi Íslands hefur lækkað á undanförnum árum á meðan hlutfall iðnaðarvara hefur hækkað. Árið 2011 var fjórða árið í röð þar sem meira var flutt út af iðnaðarvörum en sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2011 var 251,6 milljarður króna eða 40,6% af heildarverðmæti ...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?

Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildar...

Innri markaðurinn

Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns. Stofnun innri markaðarins átti sér l...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Jón Sigurðsson og aðrir forystumenn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á nítjándu öld vildu að þjóðin fengi að ráða málum sínum sjálf – yrði fullvalda ‒ þegar hún yrði fær um það. Smám saman unnust áfangasigrar, oftar en ekki í tengslum við þróun mála annars staðar í heiminum. Þannig hlaut Ísland fullveldi ári...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Sameiginlegur markaður

(common market) er þriðja eða fjórða stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess að til viðbótar við afnám hindrana í viðskiptum með vörur (sjá fríverslunarsvæði) kemur samkomulag um frjálst flæði framleiðsluþátta (e. factors of production), það er að segja, vinnuafls og fjármagns, se...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? - Myndband

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Leita aftur: